Fréttir

Varma og vélaverk óskar Vinnslustöðinni og Hraðfrystihúsinu Gunnvöru til hamingju með ný skip, Pál og Breka. Í skipunum eru skilvindur frá ALFA LAVAL, gírmótórar frá SEW EURODRIVE og dælur frá KSB.

 

Varma og Vélaverk óskar Alvogen til hamingju með opnun á hátæknisetri sínu þann 3 Júní síðastliðin.  Alvogen vinnur þar ásamt systurfyrirtæki sínu Alvotech að þróun og framleiðslu á líftæknilyfjum sem væntanleg eru á markað á næstu árum.


Varma og vélaverk útvegaði og sá um uppsetningu á gufukerfi í hátæknisetrinu en hönnun á því var unnin í samstarfi við Lagnatækni. Kerfið saman stendur af tveimur 400 kw gufukötlum frá Peder Halvorsen en samanlögð framleiðslugeta þeirra er 1200 kg/h af gufu við 8 bör.


Annar búnaður sem Varma og vélaverk lagði til í gufukerfið er fæðivatnstankur, undanblásturskútur, skammtadæla, stjórnlokar fyrir gufu frá SAMSON Reguleringsteknik og ýmsir Lokar frá KSB.

 

peder

 

Varma og vélaverk útvegaði einnig ýmsan dælubúnað frá KSB svo sem
KSB Amarex skolpdælur í fráveitukefi og bílastæðahús. KSB Etaline hringrásardælur fyrir kæli og loftræstikerfi.


Meðal annars tvær dælustöðvar með fjórum dælum hvor. Dælurnar voru settar á undirstöðu með sog og þrýstilögn ásamt stjórnbúnaði fyrir dælurnar. Stýringin var unnin í samvinnu við Samey.

raudu

 

Þær eru misstórar KSB dælurnar sem við í VoV seljum, þessi er ein af þeim stærri.
Nýverið afhentum við 2 stk  KSB Etaline 200-500 “Inline” dælur
Afköst eru 185 m³/h miðað við 10 bör.  Mótorstærð er 200 Kw.
Hver dæla vegur um 2 tonn.

 

KSBEtaline

 

 

Varma og Vélaverk sá nýverið um uppsetningu og keyrslu á gufu-ketilkerfi fyrir Ístak í Pakitsoq á Grænlandi.

Kerfið sem samanstendur af 14 MW, 11000V rafskautakatli og varmaskipti var notað til álagsprófunar á virkjun sem framleiða mun rafmagn fyrir bæinn Ilulissat.

Kerfið sem hannað er af VoV, vinnur í hringrás gegnum varmaskipti en þar er gufan þétt áður en hún fer aftur inn á ketilinn.

Prófanir tókust vel og skilaði ketillinn mest 14,4 MW. Vatnshitaketill sem VoV afhenti fyrir ári síðan var einnig notaður við prófanir en stærð hans er 2,4 MW. Viðbótar álag fékkst síðan frá bænum Ilulissat og vinnubúðum Ístaks á svæðinu, en samanlagt fór álagið mest upp í 20,03 MW.

Þetta er annað verkefnið sem VoV leysir fyrir Ístak á Grænlandi, en samskonar prófun átti sér stað í Sisimiut fyrir fjórum árum.

   

Af því tilefni var framkvæmdastjóra Varma og Vélaverks  boðið á veglega afmælishátíð
sem haldin var í verksmiðju Silhorko í Árósum í Danmörku.  Myndin er af starfsfólki verk-
smiðjunnar og samstarfsaðilum. Silhorko framleiðir ýmiskonar tæki til hreinsunar á vatni.
Velflestir gufukatlar á íslandi notast við tæki frá Silhorko til afjónunnar á fæðivatni.