Varmaverk ehf

Varmaverk ehf var stofnað árið 1985 af Jónasi Matthíassyni, vélaverkfræðingi og hefur frá upphafi starfað á sviði orkugeirans við hönnun hitaveitna og orkuvera. Má þar helst nefna orkuverið í Svartsengi þar sem starfsmenn Varmaverks voru hönnuðir og ráðgjafar.

Þann 1. apríl 2005 var hönnunarhluti Varmaverks seldur til Fjarhitunar og fluttu fjórir starfsmenn Varmaverks sig um set ásamt Jónasi. Eftir varð verslunar- og þjónustuhlutinn og við hann starfa nú fjórir starfsmenn.

Um áramótin 2005 og 2006 var katlaeining Héðins keypt og fylgdi einn starfsmaður með í kaupunum. Starfsmenn Varmaverks eru með breiða menntun og áratugareynslu af ráðgjöf, hönnun og eftirliti. Við leggjum metnað okkar í trausta og faglega þjónustu.

Verksvið: Í gegnum tíðina hafa heildarlausnir, svokölluð "Turnkeyprojects", verið vaxandi þáttur í starfsemi Varmaverks. Þar hafa starfsmenn tekið að sér hönnun frá grunni, útvegun efnis og búnaðar, annast smíði, uppsetningu og að lokum séð um gangsetningu. Í stuttu máli annast verkið frá frumathugun til lokaúttektar.

Starfsmenn annast einnig innflutning á ýmsum búnaði og vörum frá erlendum birgjum. Viðskiptavinirnir er breiður hópur fyrirtækja, stofnana og einstaklinga úr öllum atvinnugreinum þjóðfélagsins. Meðal helstu viðskiptavina okkar eru hita- og vatnsveitur, orkuveitur, vélaframleiðslufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, fyrirtæki í matvæla- og drykkjariðnaði, þvottahús, vélsmiðjur, blikksmiðjur, pípulagningamenn svo fátt eitt sé nefnt.

Markmið okkar er að selja og þjónusta eingöngu vandaðar vörur frá viðurkenndum og áreiðanlegum framleiðendum á sanngjörnu verði.

Við útvegum búnað, íhluti, bjóðum heildarlausnir, hönnun, ráðgjöf og eftirlit ásamt trausta viðhaldsþjónustu.

Kjörorð okkar eru vandað og varanlegt og undir því reynum við ávallt að standa.

Vélaverk

Vélaverk ehf, verkfræðiþjónusta var stofnað 1996 af J. Rúnari Magnússyni, orkuverkfræðingi og Andreu Guðmundsdóttur. Frá upphafi hefur Vélaverk þjónustað orku- og sjávarútvegsfyrirtækjum á sviði orkuráðgjafar og hönnunar. Vélaverk er verkfræði- og sölufyrirtæki með 4 starfsmenn sem leggja áhersla á ábyrga verkfræðiráðgjöf og bjóða vandaðan búnað frá völdum samstarfsaðilum.

Aðsetur Vélaverks, í upphafi starfseminnar 1. febrúar 1997 var að Ármúla 17, Reykjavík en í mars 2002 flutti Vélaverk ehf í Bolholt 8.

Vélaverk hefur verið í samstarfi við t.d. kælismiðjuna Frost á sviði tækniráðgjafar og Vélsmiðju Orms og Víglundar við hönnun á rafskautakötlun, þrýstihylkjum, lagna- og gufukerfum ásamt öðrum innlendum iðnfyrirtækjum.

Af erlendum verkefnum er helst að nefna samstarf Vélaverks við Danska ráðgjafaverkfræðifyrirtækið Sycon/Knudsen & Sörensen A/S vegna verkfræðivinnu við enduruppbyggingu á fimm vatnsaflsvirkjunum í Póllandi.