Vatnshreinsitæki

Varma og Vélaverk er samstarfsaðili Alfa Laval á búnaði fyrir skip og fyrir matvælaframleiðslu.

Varma og Vélaverk býður lausnir fyrir meðhöndlun á olíu til að tryggja öruggan rekstur vélbúnaðar og til að minnka viðhald. Jafnframt tryggir nýjasta þróun í ALCAP með S-skilvindum að nýting á olíu er í hámarki.

Vara- og íhlutir fyrir Alfa Laval vélbúnað eru sérframleiddir til að mæta sérstaklega háum kröfum um nákvæmni og endingu.
 
Til að ná hámarksárangri er því nauðsynlegt að nota upprunavarahlutina GENUINE spare
parts frá Alfa Laval.

Við tökum að okkur hverskonar viðgerðarþjónustu á Alfa Laval vélbúnaði

 

Boosterar fyrir svartolíu

Kerfi til meðhöndlunar á svartolíu.
Nauðsynlegur búnaður fyrir vélar sem brenna svartolíu til að tryggja að olían sé með rétta seigju og þrýsting í olíuverkinu. Fjarlægir óæskileg aukaefni úr olíunni  sem hafa áhrif á vélbúnaðinn.

 

Plötuvarmaskiptar

Fyrir sjó/vatn/olíur eða aðra vökva.
Há nýting, sveigjanleiki og lítil plássþörf.

 

Ferskvatnseimarar

Til framleiðslu á hágæðaneysluvatni úr sjó. Hagkvæmir í notkun á glatvarma frá vélum. Unnt er að þrífa plötur án þess að taka eimara í sundur. Fæst í ýmsum stærðum.

 

Olíusíur

Sjálfhreinsandi olíusíur (Moatti). Hágæða síur með bakskolun sem hafa lítið þrýstifall.

 

Skilvindur

Skilvindur fyrir smurolíu, gasolíu og svartolíu sem mæta hörðustu kröfum vélaframleiðanda og tryggja öruggan rekstur á vélbúnaði.

Varma & vélaverk hefur um árabil selt vatnshreinsitæki frá Eorowater – Silhorko í Danmörku.
Þetta eru bæði svokölluð „Demineliserings“ (jónaskifta) tæki, og RO (öfug osmosu) tæki.
Þessi tæki hreinsa öll steinefni úr vatninu sem er nauðsynlegt ef nota skal vatnið sem fæðivatn fyrir gufuframleiðslu, í lyfjaiðnaði o.fl.
Við veitum tæknilega ráðgjöf, önnumst uppsetningu og gangsetningu ásamt því að kenna á notkun tækjanna.