Tækniþjónusta

Samhliða innflutningi og sölu á vörum og búnaði frá viðurkenndum framleiðendum, annast starfsmenn Varma & vélaverks, tækniþjónustu, varahlutaþjónustu og ráðgjöf við val á búnaði.

Starfsmenn Varma & vélaverks leggja sig fram við að finna hentugar og hagstæðar lausnir fyrir viðskiptavini. Sem dæmi má nefna hefur Varma & vélaverk um árabil þjónustað orkuveitur með mælitækjum, lokum, drifbúnaði, dælum, ásþéttum, o.fl.