Verkefni

Varma & vélaverk hefur sérhæft sig í ráðgjöf, útvegun og uppsetningu á hverskonar búnaði til hreinsunar á fráveituvatni.
Starfsmenn okkar komu við sögu við byggingu Ánanausta og Klettagarða-hreinsistöðvana og búnaður frá okkur er í eftirfarandi hreinsistöðvunum.
• Hveragerði
• Hafnarfirði
• Bifröst
• Varmalandi
• Reykholti
• Hvanneyri

Búnaður okkar verður einnig í hreinsistöðvum sem verið er að reisa á
• Akranesi
• Kjalarnesi
• Borgarnesi
• Akureyri

Hjá Varma & Vélaverki er að finna sérfræðiþjónustu á hvers konar kötlum, gufukötlum og vatnshitakötlum, bæði fyrir olíu og rafmagn, há- og láspennta.
Við gerum arðsemisathuganir, hönnum ketilkerfi, útvegum verð og gerum tilboð í allt sem varðar ketilkerfi. Einnig tökum við okkur alverktöku frá hönnun til notkunar og skilum ketilkerfum gangsettum til eigenda.

Við höfum komið við sögu m.a hjá eftirtöldum viðskiptavinum.
• Mjólkursamsölunni í Búðardal, Ísafirði, Akureyri, Egilstöðum og á Selfossi
• Fóðurblöndunni í Reykjavík og hjá Bústólpa á Akureyri
• Rækjuverksmiðjunum á Hólmavík, Akureyri, Bolungavík, Ísafirði
• Orkubúi Vestfjarða, Rarik, Orkuveitu Reykjavíkur
• Vífilfelli á Akureyri, Ölgerðinni
• Fiskimjölsverksmiðjunum í Neskaupstað, Vestmannaeyjum, Vopnafirði, Akranesi
• Plastverksmiðjum Promens, Plastgerð Suðurnesja, Plastási, Plasteyri, Borgarplasti

Hollenska fyritækið Redox Environmental b.v. framleiðir vatnshreinsibúnað fyrir affallsvatn frá iðnaði og sveitarfélögum ásamt því að framleiða endurvinnslubúnað.

Varma og Vélaverk hefur átt margra ára samstarf við Redox og á þeim tíma hafa verið sett upp hér á landi vatnshreinsikerfi fyrir fiskimjölsverksmiðjur, í kjúklinga og sláturhús, rækjuverksmiðjur og fiskvinnslur með frábærum árangri.

Redox framleiða búnað sem hentar fyrir íslenskar aðstæður og uppsetningar hafa verið í fullu samráði við Hollustuvernd og heilbrigðisyfirvöld.

   Meðal viðskiptavina Varma og Vélaverks ehf. sem hafa sett upp búnað frá Redox má nefna, fiskimjölsverksmiðjur Haraldar Böðvarssonar, F&L / Samherja, Ísfélagsins, Krossanes,

   Hraðfrystistöð Þórshafnar, kjúklingasláturhús Móa og rækjuverksmiðjur Strýtu og Fiskiðjusamlags Húsavíkur.

   Einnig hefur verið sett upp vatnshreinsikerfi í fiskvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja.