Ketilkerfi

Hjá Varma & Vélaverki er að finna sérfræðiþjónustu á hvers konar kötlum, gufukötlum og vatnshitakötlum, bæði fyrir olíu og rafmagn, há- og láspennta.
Við gerum arðsemisathuganir, hönnum ketilkerfi, útvegum verð og gerum tilboð í allt sem varðar ketilkerfi. Einnig tökum við okkur alverktöku frá hönnun til notkunar og skilum ketilkerfum gangsettum til eigenda.

Við höfum komið við sögu m.a hjá eftirtöldum viðskiptavinum.
• Mjólkursamsölunni í Búðardal, Ísafirði, Akureyri, Egilstöðum og á Selfossi
• Fóðurblöndunni í Reykjavík og hjá Bústólpa á Akureyri
• Rækjuverksmiðjunum á Hólmavík, Akureyri, Bolungavík, Ísafirði
• Orkubúi Vestfjarða, Rarik, Orkuveitu Reykjavíkur
• Vífilfelli á Akureyri, Ölgerðinni
• Fiskimjölsverksmiðjunum í Neskaupstað, Vestmannaeyjum, Vopnafirði, Akranesi
• Plastverksmiðjum Promens, Plastgerð Suðurnesja, Plastási, Plasteyri, Borgarplasti