Verkefni

Hollenska fyritækið Redox Environmental b.v. framleiðir vatnshreinsibúnað fyrir affallsvatn frá iðnaði og sveitarfélögum ásamt því að framleiða endurvinnslubúnað.

Varma og Vélaverk hefur átt margra ára samstarf við Redox og á þeim tíma hafa verið sett upp hér á landi vatnshreinsikerfi fyrir fiskimjölsverksmiðjur, í kjúklinga og sláturhús, rækjuverksmiðjur og fiskvinnslur með frábærum árangri.

Redox framleiða búnað sem hentar fyrir íslenskar aðstæður og uppsetningar hafa verið í fullu samráði við Hollustuvernd og heilbrigðisyfirvöld.

   Meðal viðskiptavina Varma og Vélaverks ehf. sem hafa sett upp búnað frá Redox má nefna, fiskimjölsverksmiðjur Haraldar Böðvarssonar, F&L / Samherja, Ísfélagsins, Krossanes,

   Hraðfrystistöð Þórshafnar, kjúklingasláturhús Móa og rækjuverksmiðjur Strýtu og Fiskiðjusamlags Húsavíkur.

   Einnig hefur verið sett upp vatnshreinsikerfi í fiskvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja.