Fleytikerfi fyrir fiskvinnslur

Hollenska fyritækið Redox Environmental b.v. framleiðir vatnshreinsibúnað fyrir affallsvatn frá iðnaði og sveitarfélögum ásamt því að framleiða endurvinnslubúnað.

Varma og Vélaverk hefur átt margra ára samstarf við Redox og á þeim tíma hafa verið sett upp hér á landi vatnshreinsikerfi fyrir fiskimjölsverksmiðjur, í kjúklinga og sláturhús, rækjuverksmiðjur og fiskvinnslur með frábærum árangri.

Redox framleiða búnað sem hentar fyrir íslenskar aðstæður og uppsetningar hafa verið í fullu samráði við Hollustuvernd og heilbrigðisyfirvöld.

   Meðal viðskiptavina Varma og Vélaverks ehf. sem hafa sett upp búnað frá Redox má nefna, fiskimjölsverksmiðjur Haraldar Böðvarssonar, F&L / Samherja, Ísfélagsins, Krossanes,

   Hraðfrystistöð Þórshafnar, kjúklingasláturhús Móa og rækjuverksmiðjur Strýtu og Fiskiðjusamlags Húsavíkur.

   Einnig hefur verið sett upp vatnshreinsikerfi í fiskvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja.