Karfan þín er tóm

Lýsingarbúnaður í Gvendarbrunnum

föstudagur, 20. nóvember 2020

Varma & vélaverk afhenti fyrr á þessu ári fullkomið lýsingarkerfi fyrir neysluvatn til Orkuveitu Reykjavíkur.

Kerfið samanstendur af fjórum lýsingartækjum sem afkasta í heild 3.350 l/s eða rúmlega 12.000 m3/hr. Kerfið er sjálfvirkt og stillir lýsingarmagn eftir flæði og gegnsægi í vatninu.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Silhorko-Eurowater og Héðinn vélsmiðju, en stærstu rörin eru DN1000.