Karfan þín er tóm

Um Varma & vélaverk

Sagan Varma & vélaverks

Varmaverk ehf var stofnað árið 1985 af Jónasi Matthíassyni vélaverkfræðingi, frá upphafi var áherslan lögð á orkugeiran við hönnun hitaveitna og orkuvera. Má þar helst nefna orkuverið í Svartsengi þar sem starfsmenn Varmaverks voru hönnuðir og ráðgjafar.

Vélaverk ehf, verkfræðiþjónusta var stofnuð árið 1996 af Rúnari Magnússyni, orkuverkfræðingi. Frá upphafi þjónustaði Vélaverk orku- og sjávarútvegsfyrirtæki á sviði orkuráðgjafar og hönnunar ásamt því að vera með innflutning á vörum.

Árið 2004 fær Vélaverk umboð fyrir KSB dælur og 2005 SEW Eurodrive gírmótora. Uppfrá því verður sala og innflutningur á búnaði stærri þáttur í starfsemi Vélaverks. Árið 2008 samdi Vélaverk í samstarfi við System S&P við Orkuveitu Reykjavíkur um útvegun og uppsetningu á 4 lífrænum hreinsistöðvum sem staðsettar eru í uppsveitum Borgarfjarðar

Þann 1. apríl 2005 var hönnunarhluti Varmaverks seldur til Fjarhitunar og fluttu fjórir starfsmenn Varmaverks sig um set ásamt Jónasi. Eftir varð verslunar- og þjónustuhlutinn með 4 starfsmönnum.

Um áramótin 2005 og 2006 var katladeild Héðins keypt og fylgdi einn starfsmaður með í kaupunum. Upp frá því var mikil áhersla lögð á sölu og þjónustu á kötlum og ketilkerfum.

Árið 2008 seldi Varmaverk búnað ásamt uppsetningu til Orkuveitu Reykjavíkur í 3 skólphreinsistöðvar á Akrensi, Borgarnesi og Kjalarnesi. Þetta var stærsta einstaka sala í sögu Varmaverks.

Árið 2010 er hönnurhluti Vélaverks seldur til Eflu og Rúnar flytur sig um set. Sama ár sameinast Varmaverk og Vélaverk undir nafninu Varma & vélaverk og sameina starfsemina í Dalshrauni 5.

Árið 2011 kaupir Varma og vélaverk rekstur Rastar ehf fær þar með umboð fyrir Alfa Laval.

Árið 2012 flytur starfsemin í núverandi húsnæði við Knarrarvog 4 og eru starfsmenn þá 8 talsins.

Árið 2020 tekur Johan Rönning ehf. við rekstrinum og árið 2021 sameinast það móðurfélagi sínu Fagkaup ehf.

Varma & vélaverk er hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784.