Karfan þín er tóm

Verkefni

Fráveitukerfi

Varma & vélaverk hefur sérhæft sig í ráðgjöf, útvegun og uppsetningu á hverskonar búnaði til hreinsunar á fráveituvatni. Lausnirnar sem við getum útvegað eru allt frá litlum sumarbústaðar einingum upp í vélrænan hreinsibúnað fyrir sveitafélög. Helstu vörulínur sem við bjóðum upp á eru Biorock (4-100 PE), System S&P (100-4000 PE) ásamt vélrænum hreinsibúnað frá Nordic Water.

Biorock er lífræn hreinsistöð sem þarf ekkert rafmagn, í stöðinni eru engir hreyfanlegir hlutar og er stöðin því einstaklega viðhalds létt. Biorock kemur í staðin fyrir siturlögn og hentar einstaklega vel þar sem gröftur á siturlögn er erfiður eða dýr. Stöðin stíflast sjaldnar en siturlögn og er einfalt að hreynsa hana ef svo gerist. Lausnin hentar jafnt fyrir sumarbústað, minni gistihús og þorp.

System S&P er staðsett í Þýskalandi og hefur framleitt lífrænar hreynsistöðvar í yfir 30 ár. Í dag eru yfir 1200 stöðvar í keyrslu um allan heim og þar af eru 8 staðsettar á Íslandi. System S&P notast við lífdiska til að stuðla að líffræðilegri hreinsun þar sem örverur brjótat niður lífrænu efninn í fráveituvatni. Í stöðinni er einnig þynnu skilja sem sér til þess að þung efni falli til botns og fari ekki áfram með hreinsaða vatninu. Stærsta stöðin á Íslandi er staðsett á Bifröst en hún er uppsett sem 2.250 persónu einingar.

Nordic water sérhæfir sig í vélrænni hreinsun á fráveitu vatni, þar skipar stærstan sess ristar sem sía fast efni úr fráveituvatninu. Búnaður frá Nordic Water er að finna í öllum stærstu fráveitu stöðvum Íslands. Nordic Water ráða yfir mjög breiðu vöruúrvali og geta skaffað allt frá litlum sniglum yfir í heildar lausnir fyrir stærri bæjarfélög.

Ketilkerfi

Varma & vélaverk sérhæfir sig í þjónustu á ketilkerfum, í gegnum árin höfum við skaffað og aðstoð við uppsetningu á fjölda ketilkerfa í öllum stærðum. Við getum útvegað gufu- og vatnshitakatla sem drifnir eru með olíu, rafmagni eða gasi. Við gerum arðsemisathuganir, hönnum kerfi og útvegum verð og tilboð í allt sem vantar til að mynda heilstætt kerfi. Að auki bjóðum við upp á alla almenna þjónustu í kringum katla, kynditæki og vatnshreinsitæki. Við eigum mikið úrval af ketil- og brennara varahlutum á lager og erum fljótir að redda því sem ekki er til.

Fleytikerfi fyrir fiskvinnslur

Hollenska fyritækið Redox Environmental b.v. framleiðir vatnshreinsibúnað fyrir affallsvatn frá iðnaði og sveitarfélögum ásamt því að framleiða endurvinnslubúnað. Varma og vélaverk hefur átt margra ára samstarf við Redox og á þeim tíma hafa verið sett upp hér á landi vatnshreinsikerfi fyrir fiskimjölsverksmiðjur, í kjúklinga og sláturhús, rækjuverksmiðjur og fiskvinnslur með frábærum árangri. Redox framleiða búnað sem hentar fyrir íslenskar aðstæður og uppsetningar hafa verið í fullu samráði við Hollustuvernd og heilbrigðisyfirvöld. Redox kerfin má finna í fiskvinnslum um allt land.