Karfan þín er tóm

Ásþétti

Varma & vélaverk er með margar stærðir og gerðir af Chesterton og JohnCrane ásþéttum á lager og aðstoða tæknimenn fyrirtækisins við val á ásþéttum og efnum í þéttiflötum allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Ásþéttar henta meðal annars vel í vatnsdælur og dælur í matvælaiðnaði.

Á lager eru mismunandi gerðir af ásþétti sem má nota í efnum á skalanum pH0-13. Má þar nefna vatn, olíur, leysiefni, sýrur og basar, gufur, eldsneyti, vax og fleira.

Kol og harðmálmshlutar ásþéttis eru hannaðir þannig að hitamyndun og ytri þrýstingur hefur ekki áhrif á lögun þéttiflata sem tryggir góða þéttingu við allar aðstæður. Þrýstijafnvægi er á þéttiflötunum svo þrýstingur dæluvökva hefur takmörkuð áhrif á lokunarkraft þeirra og minnkar álag, slit og hitamyndun í þéttiflötum. Allir O-hringir eru annað hvort hreyfingarlausir eða hreyfast á kol eða harðmálsflötum og því engin hætta á slittæringu.

Stæstu birgjar eru John Crane og Chesterton.