Karfan þín er tóm

Loftþurrkarar

Varma & vélaverk selur loftþurrkara frá Seibu Giken DST AB™.

Loftþurkararnir frá DST eiga það sameignlegt að þeir nota allir "ísogstækni"
Þeir virka þannig að röku lofti ( grænt )  er blásið í gegnum rótor sem snýst stöðugt. Rótorinn er með "silicageli" sem tekur í sig
rakann úr loftinu og þurru loftinu  ( gult ) er blásið inn í rýmið. Síðan er loft hitað upp ( ljós grænt ) og blásið á hluta af rótornum. Þetta loft tekur í sig rakann úr rótornum sem er síðan blásið út úr rýminu ( blátt ).

Allir þurrkarar  frá DST eru framleiddir með hágæða SSCR rótor frá Seibu Giken í Japan, en allir SSCR rótorar nota silica gel.
Rótorinn hefur langa endingu,  eftir 10 ár er DST rótorinn enn með 90% af upphaflegum afköstum.


Grænt = rakt loft

Gult =Þurrkað loft

Ljósgrænt = upphitað loft

Blátt = mjög rakt loft

http://dst-sg.com/02_products/product.asp