Karfan þín er tóm

Lokar

Sætislokar

ARI FABA PLUS sætislokar með belgþéttingu. Eigum til loka frá DN15 upp í DN200 á lager, bæði í þrýstiflokk PN16 og PN25. Lokarnir henta vel fyrir gufu, til viðbótar við belgþéttinguna er graffít pakkning sem hægt er að þétta í neið. Koma bæði með flangs og suðuendum. Bjóðum upp á ýmsar sér-útfærslur á lokunum.

Upplýsingablað um lokana má nálgast hér.

Spjaldlokar

Við bjóðum upp á ýmsar útfærslur af spjaldlokum fyrir allan iðnað

Klinger kúlulokar

Umboðsaðilli fyrir Klinger kúluloka. Bjóðum upp á Klinger kúluloka með grafít og járnþéttum fyrir heitt vatn og gufu.

Lokarnir henta einkar vel í skítugt vatn. Klinger KHA SL

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Klinger:

https://www.klinger.kfc.at/en/products/ball-valves

Hnífalokar

Bjóðum upp á allar gerðir af hnífalokum sem henta einkar vel fyrir fráveitu, efnaiðnað, biogas ásamt öllum öðrum almennum iðnað. Bjóðum upp á sérsmíðaða loka fyrir óhefðbundinn mál.

Einstefnulokar

Eigum til og getum útvegað margar gerðir af einstefnulokum. Á lager eigum við til wafer loka á milli flangsa bæði single- og dual plate loka í stærðum DN15 - DN200

Getum útvegan einstefnuloka fyrir gufukerfi, vatnsveitu, fráveitu og allan annan iðnað.

Einstreymislokar. Skrúfaðir einstefnulokar með gorm.

Einstofulokar á milli flangs með gorm.

Einstefnulokar úr kopar skrúfaðir með gorm eða spjaldi eða keilu.

Einstreymislokar með flangs, flangsa spjaldi með þéttingu.

Einstreymislokar í hraðaloka.

Ryðfríir nálalokar og einstreymislokar.

Einstreymisnálalokar.

Öryggislokar

Öryggislokar frá ARI Armaturen. Útvegum öryggisloka á 2-3 dögum. ARI 25.902 hentar einkar vel fyrir gufukatla þar sem öryggislokinn er með opið hús sem heldur gorminum köldum og kemur í veg fyrir að hann þreytist með tímanum.

Nánari upplýsingar um SAFE öryggisloka línuna frá ARI má nálgast hér.

Gufugildrur

Eigum til mikið magn af gufugildrum á lager frá ARI Armaturen, erum með flangsaðar í stærðum DN15-DN50 og snittaðar í stærðum 1/2" - 1". Eigum til flotgildrur og hitamismunagildur á lager fyrir hin ýmsu vinnslusvið. Hjálpum við að velja réttu gildruna þar sem mismunandi aðstæður kalla á mismunandi gildrur.

Nánari upplýsingar um gufugildrurnar má nálgast hér.