Karfan þín er tóm

Mælitæki

Varma & vélaverk eru með mælibúnað fyrir fiskimjölsverksmiðjur, fiskvinnslu, mjólkurbú, vatnsveitur, hitaveitur og drykkjarframleiðslu. Mælitækin eru til að mæla vatn, gas, vökva og fast efni.

Varma & vélaverk er með umboð fyrir mælitæki frá fyrirtækjunum; Endress + Hauser og Saab Emersson.  Meðal mælitækja  má nefna hæðarmælar, þrýstimælar, rennslismælar, rakamælar, gasmælar og hitamælar.

Endress + Hauser er 60 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem er leiðandi framleiðandi af mælitækjum og sjálfvirkum lausnum fyrir iðnaðinn. Hvort það sé fyrir hæðar,  þrýsti, rennslis eða hitmælingu hefur Endress + Hauser búnað sem hentar flestum verkefnum.

Sjá nánar heimasíðu Endress + Hauser
https://www.easc.endress.com/en?store_locale=en&ii-country=is

 
Hæðarmælar og hitamælar
Hæðar- og hitanemar fyrir ýmsar gerðir vökva og þurrefni fyrir iðnað og sjávarútveg.

Tankhæðarmælingar og ýmsar gerðir tankmælinga.

Hæðarnemar til að mæla og prófa hæð í tönkum, tankastýring og pælikerfi í iðnaðar- og sjávarútvegsfyrirtækjum, s.s. fiskimjöl, bjór, hitaveituvatn. Hæðarnemar fyrir vökva eru með  breitt bil fyrir vinnuhitastigs og vinnuþrýstings.

Þrýstinemar fyrir vatnstanka.


Rennslismælar – Flæðinemar og magnnemar
Rennslisnemar til að mæla:

- flæði í pípum og rörum.
- bæði heitt og kalt vatn.
- rennsli olíu.
- Rennslismælar fyrir gas.
- Rennslis skinjarar.

 

Þrýstimælar / þrýstinemar fyrir hita og lagnakerfi
Erum með fjölbreytt úrval af ryðfríum, hitaþolnum, þrýstistmælum. Stærðir eru frá -1 til 1000 bar.

Þrýstinemarnir eru með tengistút beint niður, með flangsi að framan.

Þrýstimælar með tengistút að aftan (borðmælar) og með flangsi á bak og kopar stútur snýr beint niður (veggmælar). Einnig þrýstimælar með tengistút beint niður.

Rakamælar fyrir fiskimjölsverksmiðjur, stóriðjur  og fyrir drykkjarframleiðendur.