Karfan þín er tóm

Skilvindur

Sjálfhreinsandi skilvindur S og P gerðir
S og P skilvindukerfið frá AlfaLaval er árangur þrotlausrar rannsókna og þróunnar. Þær sameina mikla nýtni, góða hreinsun og lágan rekstrarkostnað ásamt því að bjóða upp á sveigjanlega afhendingarmöguleika.

S sjálfhreinsandi skilvindur
S skilvindurnar eru útbúnar með Alcap tækninni sem gerir þær einstaklega heppilegar fyrir skiljun á þungri olíu ( HFO ) og olíu með breytilegri eðlisþyngd. Alcap tæknin byggir á mælingu á vatni í hreinsaðri olíu frá skilvindunni, sjálfvirkt stillir skilvindan olíu/vatn skilin í kúlunni til að fá sem besta hreinsun.

P sjálfhreinsandi skilvindur
P skilvindurnar eru hannaðar til að hreinsa einsleita olíu og lága eðlisþyngd, svo sem smurolíu og gasolíu ( MDO ). Skyljunin ákvarðast með eðlisþyngdarhring sem er valinn með tilliti til þeirrar olíu sem á að skilja.