Karfan þín er tóm

Vatnsdælur

Varma & vélaverk bjóða upp á heildarlausnir fyrir efnaiðnað, kælikerfi, hitaveitur, vatnsveitur og fráveitur.
Fyrirtækið er með festallar gerðir og stærðir af vatnsdælum, skólpdælum, borholudælum, þrepadælum o.s.frv.

Varma & vélaverk býr yfir  margra ára þekkingu á dælum og hafa unnið með sveitarfélögum, fiskvinnslum, hitaveitum og kaldavatnsveitum, fiskimjölsverksmiðum og fleiri aðilum.

Varma & vélaverk er með vatnsdælur frá þýska fyrirtækinu KSB og eru því með framboð á dælum af öllum stærðum og gerðum;
Vatnsdælum, miðflóttaaflsdælum, skólp- og drendælum, borholudælum, þrepadælum, neysluvatnsælum, hringrásadælum, lensidælum, spúldælum, brunadælum, brunndælum, kælivatnsdælum, tannhjóladælum og vökvadælum.


Vatnsdælur
Ýmsar gerðir af dælum fyrir hita- og vatnsveitur.

Miðflóttaaflsdælur ( Centrifugal pumps) með og án flangs. Miðflóttaaflsdælur með leguhúsi. Sjálfsjúgandi með opnu dæluhúsi

Fyrirtækið er með dælur fyrir skólpdælustöðvar og fráveitur. Einnig brunndælur fyrir sveitarfélög og fiskvinnslur sem þurfa að dæla vatni úr brunnum. Brunndælur fyrir ferskvatn og sjó. Dælurnar eru notaðar í frárennsliskerfi, skolp og jarðvatn.
Skólpdælur /brunndælur / klósettdælur / úrgangsdælur / drendælur.

Þrepadælur
Varma & vélaverk er með fjölbreytilegt úrval þrepadæla. Lóðréttar og láréttar þrepadælur. Einsþrepadælur. Þrepadælur fyrir skip og verksmiðjur úr AISI 316 stáli í mörgum stærðum.

Þrepadælur fyrir sumarbústaði.
Þrepadælur fyrir heitt vatn.
Þrepadælur í fiskeldi.


Neysluvatnsdælur eins og borholudælur og þrýstiaukadælur. Borholudælur með borholustærðir  fyrir 4-24 tommu borholur fyrir ferskvatn og sjó.


Hringrásardælur fyrir ferskvatn og sjó. Fyrir vatnshitakerfi, miðstöðvarkerfi, loftræstikefi, kælikerfi og dælingu á fersku vatni.


Ýmsar gerðir af dælum fyrir skipaiðnaðinn, verksmiðjur, fiskeldi og annan iðnað; Lensidælur, spúldælur, brunadælur, brunndælur og kælivatnsdælur. Einnig slógdælur um borð í skipum og í verksmiðjum.

Tannhjóladælur sem dæla ýmsum þykkfljótandi efnum, eins og t.d. hráolíu, smurolíu og afgangsolíu.

Vökvadælur fyrir  skip og verksmiðjur.

 

KSB
KSB dæluframleiðandi er stofnað í Þýskalandi fyrir 130 árum og er í dag KSB einn af stærri dæluframleiðendum í heimi. Hjá KSB starfa um 12000 starfsmenn í 19 löndum sem gerir KSB að alþjóðlegu fyrirtæki með þjónustu um allan heim.

KSB getur boðið viðskiptavinum sínum flestallar gerðir og stærðir af vatnsdælum, skólpdælum, borholudælum, þrepadælum o.s.frv.

KSB býður upp á stórt úrval af lokum, þ.e. sætislokum keilulokum, spjaldlokum, membruloka, stjórnloka, einstefnuloka, gufuloka og blindloka.

KSB og Varma & vélaverk bjóða upp á heildarlausnir fyrir efnaiðnað, kælikerfi, hitaveitur, vatnsveitur og fráveitur.
Sjá hér