Karfan þín er tóm

Vatnshitablásarar

Varma & vélaverk selur hitablásara frá Sabiana á Ítalíu.

Hitaelementin í Sabiana hitablásurum eru með stálrörum og henta því sérstaklega vel fyrir hitaveituvatn. Viftumótor er fimm hraða 1x230 VAC Sabiana fimm hraða valrofi með hitastilli og útgangi fyrir segulloka hentar sérstaklega vel til stýringar á hitablásara.

Einnig er hægt er að fá Sabiana hitablásara með 3x400 VAC viftumótorum eins og tveggja hraða.

Sabiana hitablásararnir eru til á lager hjá Varma & vélaverk í eftirfarandi stærðum:  7,1kW,  9,7 kW, 15,2 kW, 19,4 kW, 25,4 kW.

Einnig er hægt er að fá stærri hitablásara frá Sabiana. Mögulegar stærðir eru: 36,7 kW, 44,9 KW, 61 kW og 73,2 kW.

Vatnshitablásararnir henta vel í umhverfi þar sem mikil óhreinindi eru í loftinu og þörf er á miklum hita. Hitablásaranir eru m.a. fyrir bændur, iðnaðarmenn, pípara og húsbyggjendur. Blásararnir frá Sabiana þola vel hitaveituvatnið.